Anda di halaman 1dari 4

Ertu með allt á hreinu?

••••••••••••••••
Hvaða vægi hefur umsókn í ráðningarferlinu?
Gögn sem þú sendir atvinnurekanda um sjálfan þig eru fyrstu kynni atvinnurekandans af þér, og því eitt
mikilvægasta skrefið í atvinnuleitinni. Óhjákvæmilega dregur atvinnurekandi ályktanir af því sem þar er
að finna og geta t.d. frágangur og uppsetning umsóknar haft mikil áhrif á möguleika þína á viðtali.

Af hverju eigið yfirlit í stað þess að nota staðlað form?


Hægt er að útbúa umsóknir á marga vegu, allt frá því að fylla út stöðluð eyðublöð til þess að hanna eigið
yfirlit. Þinn eigin náms- og starfsferill gefur þér tækifæri til að lýsa sjálfum þér á þinn hátt og einnig að
setja efnið fram eins og þér finnst henta best. Þannig auðveldar þú atvinnurekanda að draga ályktanir um
þig.

Efst á blaðinu ættu persónulegar upplýsingar að vera. Gott er að hafa náms- og


starfsferil í réttri tímaröð þannig að nýjasta námið og reynslan komi fyrst og svo
koll af kolli. Best er ef slíkar upplýsingar komast á eina til tvær síður. Þær skulu
settar upp á snyrtilegan og skýran hátt og vera lausar við allar óþarfa skreytingar.
Gott er að gera góða grein fyrir nýfenginni starfsreynslu, ef hún er fyrir hendi. Oft
hentar vel að skrifa persónulegt bréf með yfirlitinu, þar sem einstaklingurinn
útskýrir áhuga á tilteknu starfssviði.

Skýrar upplýsingar þarf um eftirfarandi atriði:


Persónulegar upplýsingar, menntunar- og starfsferill, tölvu- og tungumálakunnátta og meðmælendur.

• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

Þegar sótt er um starf eftir auglýsingu: hægt að hafa ávarp á borð við „Ágæti
Þegar sótt er um skv. auglýsingu er reglan sú að
viðtakandi“.
senda inn skriflega umsókn og senda með
2. Ástæða umsóknar.
umsókninni náms- og starfsferil, ásamt öðrum
3. Vísa til auglýsingar, staður, dagsetning og
þeim gögnum sem þurfa þykir. Ekki er starfsheiti auglýsingar.
nauðsynlegt að senda formlegt umsóknarbréf en
4. Tilgreina fylgiskjöl með umsókn, s.s.
rétt er að hafa í huga að með því að senda slíkt
náms- og starfsferil og úskriftarskírteini.
bréf tengir viðkomandi sig við það starf sem
5. Taka fram ef samþykki umsækjanda þarf
auglýst er. til að hafa samband við núverandi
Lýstu sjálfum þér á hlutlausan hátt, þ.e. ekki
vinnuveitendur.
gera lítið úr hæfni þinni eða vera of Bréf sem þetta á ekki að vera meira en ein síða.
sjálfhælin(n). Meta verður í hvert skipti hvaða fylgiskjöl skulu
send með bréfinu en gott er að hafa sem reglu að
Það er engin ákveðin regla um hvernig formlegt
senda ekki of mikið af skjölum og nægir t.d. að
umsóknarbréf skal líta út en samt má segja að
eftirfarandi atriði þurfi að koma fram í slíkum
senda með nýjustu útskriftarskírteini/einkunnir.
bréfum: Oft má líka taka fram í náms- og starfsferli
1. Ávarp. Persónulegra er að stíla bréfið á
hvaða námskeið viðkomandi hefur sótt,
einhvern sérstakan t.d. þann sem er skrifaður
greinarskrif og meðmælendur í stað þess að
fyrir auglýsingunni ef um
senda sjálf gögnin með. Mikilvægt er að fara
yfir öll þau skjöl sem send eru með og hvort
ráðningarskrifstofu er að ræða. Einnig er
réttar upplýsingar séu á náms- og starfsferlinum.
• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •
Reykjavík 31. júlí 2004

Ágæti viðtakandi,

Vegna auglýsingar í Morgunblaðsins sunnudaginn 21. mars þar sem auglýst er starf
markaðsstjóra hjá alþjóðlegu fyrirtæki.

Ég er viðskiptafræðingur með framhaldsmenntun á sviði alþjóðamarkaðsmála og


yfirgripsmikla reynslu í alþjóðlegri markaðsstarfssemi. Ég er markaðsþenkjandi stjórnandi
sem þrífst best í krefjandi starfsumhverfi. Ég hef náð miklum árangri í núverandi starfi, sem
merkjanlegt er á sölu- og afkomutölum fyrirtækisins. Minn styrkur er faglegur bakgrunnur,
víðtæk reynsla og hæfileiki til að stjórna og stýra verkefnum þar sem reynir á áræðni og
samskiptatækni.

Ég hefði mikinn áhuga á að fá að kynna mér fyrirtækið nánar í viðtali, sem og að veita
ítarlegri upplýsingar um sjálfa mig.

Nánari upplýsingar er að finna á meðfylgjandi CV.

Virðingarfyllst
Hrafnhildur Þorláksdóttir
HRAFNHILDURÞORLÁKSDÓTTIR
29. febrúar 1968
Miklatúni 12, 100 Reykjavík MYND
Hs: 888 0007, vs: 888 0017
netfang: hrabbath@netid.is

Fjölskylduhagir
Gift Guðmundi Gísla Baldurssyni, sem starfar hjá Marel. Eigum eitt barn, stúlku fædda 1991

Menntun

1995-1996 University of Aberdeen


M.Sc. Alþjóðlegri markaðsfræði.
Lokaritgerð: “Icelandic and Norwegian export of Salmon to the EC countries
and the effects on Scottish Salmon Industry”
Áhrif útflutnings á íslenskum og norskum laxi fyrir laxabændur í Skotlandi og
öðrum Evrópubandalagslöndum. Evrópskur markaður fyrir eldislax kortlagður,
áhrif innflutnings Íslands og Noregs á markaðinn, markaðsforskot Noregs og
Íslands skoðað með tilliti til laxeldis í Skotlandi.

1992-1995 Háskóli Íslands


BA í ensku með viðskiptafræði sem aukagrein.
BA ritgerð: „The Vikings in Scottish Folk Tales”. Áhrif norrænna víkinga á
skoskar þjóðsögur. Dvaldi í Skotlandi í eitt sumar við öflun gagna.
Tók 30 einingar í viðskiptafræði, t.d. stjórnun, þjóðhagfræði I, markaðsfræði I.

1984-1988 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði


Stúdentspróf af málabraut og markaðsbraut.

Starfsreynsla

1996-1999 Samtök íslenskra laxeldisbænda


Markaðsstjóri. Starfið felst í kynningu erlendis á íslenskum laxi,
markaðssetning á íslenskum laxi í Evrópu og öflun nýrra markaða. Starfið felur
í sér mikil samskipti við erlenda aðila, t.d. í Skotlandi, Frakklandi og
Þýskalandi. Hef tekið þátt í kynningum erlendis á íslenskum afurðum, t.d. í
samráði við SH.

1989-1991 Mál og menning


Ritari. Annaðist allar bréfaskriftir fyrir forstjóra og markaðsstjóra, sá um
samskipti við rithöfunda, gekk frá samningum, aðstoðaði við gerð
markaðskynninga og markaðsáætlana, sá um tengsl við erlenda aðila (t.d.
prentsmiðjur og rithöfundasambönd erlendis) og bar ábyrgð á fréttabréfi
M&M.
1987-1988 Sumarstörf við Hótel Eddu - Flókalundi
Starf í móttöku og aðstoð við erlenda ferðamenn.

1984-1986 Sumarstörf hjá garðyrkjustjóranum Hafnarfirði.

Önnur kunnátta

Tölvukunnátta: Hef mikla reynslu í notkun Word ritvinnslu og Excel töflureiknis. Annar
hugbúnaður sem ég hef notað í störfum mínum er Power Point, Schedule og
ýmis umbrotsforrit. Ég hef einnig mikið notað Internetið og tölvupóstkerfi
ýmiss konar.

Tungumála- Ég skrifa og tala ensku og frönsku mjög vel, skil og tala dönsku og norsku.
kunnátta Með stúdentspróf í þýsku og spænsku.
Dvaldi við nám í Frakklandi veturinn 1988-1989.

Félagsstörf

1993-1995 Í stjórn enskunema í HÍ – formaður skólaárið 1994-1995.


1989-1990 Gjaldkeri í stjórn starfsmannafélags M&M.
1986-1988 Ritari nemendablaðs Flensborgarskóla. Formaður nemendafélagsins.

Áhugamál

Markaðsmál Ferðalög Bókmenntir Yoga

Greinaskrif:

Félag enskunema: “Scottish folke tales” – grein unnin upp úr BA-ritgerð - 1996.
Félag íslenskra laxeldisbænda: “Markaðshlutdeild íslensks lax í Evrópu” – grein unnin upp úr
M.Sc. ritgerð - 1997.
Morgunblaðið: “Íslenskt laxeldi – arðbær útflutningsgrein” – 1998.

Umsögn:

Þórhallur Þórður Þórhallsson, formaður Samtaka íslenskra laxeldisbænda, s. 888 0017


John Davidson, kennari við enskuskor HÍ, s. 888 0000
Berghildur Borgsdóttir, hótelstjóri Hótel Eddu Flókalundi, s. 889 0002
Jim McGregor, lektor við University of Aberdeen, s. 00 44 456 89999